15.6.2008 | 18:44
Sól sól skín á mig
Jæja þá er maður búin að fara í fyrstu útileiguna sína í sumar og kannski þá síðustu. ÓMG hvað mér var kalt samt var maður í Fellihýsi með heitri miðstöð
. Við lentum í gegguðu veðri á laugard, sól og hiti. Getum allavega sagt að ég er eins og Eldrauður tómatur í framan með fjólubláu bauga og bjúg, sólbrunin. útblásin og lekker
HAHAHA bara COOL sko. En ekki tókst mér að drekka neitt af viti. Einn bjór og 2 brezzer..fannt kakóið miklu miklu betra því það var HEITT
svo fór ég alltaf fyrst að sofa og vaknaði fyrst.
Lilta krílið mitt stóð sig eins og hetja í fyrstu og vonandi ekki seinustu útileigunni sinni og er vel útitekinn. Hann sofnaði um 20-21 og var að vakna um 6
Ég er komið með æði fyrir soja og teryaki sósu. Ég meirisegja hugsaði mig vel um hvort ég gæti verið orðinn ólétt. Mér finnst þessar sósur algjört æði og sorglegt að ég sé að fatta það á gamals aldri.
Jæja ætla að fara að borða kjúklingabringu með dadadadara teryaki sósu.
Over and out
Athugasemdir
Leiðinlegt að hafa ekki komist (nennt) að keyra til ykkar
en við hittumst á miðri leið kannski næst það væri geggjað
'Eg sé þig fyrir mér eldrauð eins og tómatur með fjólubláa bauga og bjús totally sexy arrrgg jammííí
Litli kútur bara morgunhani þarft að venja hann að sofa út í ferðalögum hehehe vsó vaknaði kl 09:30 morgun undir og stórmerki ég ætlaði ekki að trúa þessu hahahaha
Jæja snúllí dúll heyri í þér á morgun
Trúílí over and out
Hugga, 15.6.2008 kl. 20:31
Næst hefurðu með þér Stroh út í kakóið, greinilegt að þú kannt ekkert á útilegur malbiksrottan þín. Bjóddu mér með næst og ég kenni þér á þetta... hehe... hef aldrei farið fyrst í svefn!!!
Stella Rán, 16.6.2008 kl. 19:36
Já Hugga skil þig vel að hafa ekki "nennt" að keyra hingað hehe, ekki þess virði. Já það væri gaman að hittast á miðri leið, góð hugmynd maður
Já Stella það var samt til stroh
nei er ekki mikið útilegukona, mér verður bara strax kalt og næ engan veginn að ná á mér hita aftur úff ætla ekki einu sinni að vera að rifja þessa kulda minningu upp
Já tökum útilegu einn daginn saman...
Steinunn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:29
Skelltu þér bara út .. Það er svo HOLLT
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 17.6.2008 kl. 11:38
áfram svo!!! vertu dugleg að blogga
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.